""

Raddir margbreytileikans er mannfræðihlaðvarp þar sem rætt er við íslenska mannfræðinga. Í þessum þætti ræðir Kristín Loftsdóttir, prófessor við Háskóla Íslands, um grein sem fjallar um gifsafsteypur og brjóstmyndir frá liðnum tíma sem varðveittar eru á El Museo Canario. Kristín setur þessa safnmuni í sögulegt og pólitískt samhengi nýlendutímans og sýnir hvernig margvísleg söguleg tengsl valds, kúgunar og kynþáttahyggju skarast í þessum minjum. Einnig ræðir Kristín um væntanlega bók sem hún er meðhöfundur að, sem fjallar um „sérstöðuhyggju“ (e. exceptionalism), sem er einnig titill bókarinnar, en þar er fjallað um hugmyndir og sjálfsmyndir þjóðríkja um sérstöðuhugmyndir þeirra í samfélagi þjóðanna.

Umsjónarfólk hlaðvarpsins eru Hólmfríður María Ragnhildardóttir, Kristján Þór Sigurðsson og Sandra Smáradóttir.

Þáttinn er að finna á hlaðvarpi Kjarnans hér.

/6.7.2021