Myrkur og ljós

Þverþjóðleg tengsl Íslands og Kanaríeyja

Skoðaðir eru nokkrir af þeim snertiflötum sem þessar eyjar hafa haft í gegnum söguna.

Lögð er áhersla á stöðu Kanarí og Íslands í samfélagi þjóða og innan Evrópu.

Rannsóknin er hluti af stærra verkefni (CERM) sem skoðar hreyfanleika í tengslum við Evrópu.

""

Meðal spurninga sem þessi hluti verkefnisins leitast við að svara

  • Hver er upplifun Íslendinga af eyjunum og hvernig eru tengslin við aðra hópa sem þar dveljast og/eða heimamenn?
  • Hvað segja þessi tengsl Íslands og Kanaríeyja um hreyfanleika almennt í evrópsku samhengi
  • Hvert er mikilvægi ferðamannaiðnaðar í að skapa tækifæri og/eða hindranir fyrir tengsl milli ólíkra hópa?

Aðferðir við rannsóknina

Aðferðir byggja á:

  • vettvangsrannsóknum
  • viðtölum (formlegum og óformlegum)
  • greiningu á dagblaðaumræðu
  • sögulegum gögnum

Viðtöl eru tekin við Íslendinga sem ferðast til eyjanna.

Einnig eru tekin viðtöl viðeinstaklinga sem tengjast ferðamannaiðnaðinum með einhverjum hætti, sem og fólk á menningarstofnunum innan eyjanna.

Ábyrgð rannsóknar og umsjón

Í forsvari og aðalrannsakandi

Verkefnisstjóri

SKOÐA ALLA RANNSAKENDUR

Kristín Loftsdóttir, prófessor í mannfræði heldur fyrirlestra og tekur þátt í umræðuþáttum samkvæmt samkomulagi.

Hennar helstu sérsvið eru:

  • Ímyndir
  • Þróun
  • Menning
  • Þróunarsamvinna
  • Fjölmenning
  • Orðræður
  • Kynmenning
  • Kynþáttarhyggja
  • Hjarðmennska
  • Sjálfsmynd
  • Þjóðerni
  • Hnattvæðing
  • Frumbyggjar

Verkefnið er styrkt af Rannsóknasjóði (nr. 207062-051)  og Rannsóknarsjóði Háskóla Íslands.